Nú eru foreldramorgnarnir komnir á fullt hjá okkur í kirkjunni og eru þeir alla fimmtudaga kl. 10 -12. Þar hittast foreldrar með börnin sín, spjalla og eiga notalega samverustund. Það er alltaf heitt á könnunni! Oft er einhver dagskrá í boði á foreldramorgnum, t.d. ungbarnanudd, heimsókn frá heilsugæslunni og ýmislegt fleira.

Fimmtudaginn 24. október hefst tónlistarnámskeiðið Krílasálmar. Námskeiðið er ætlað börnum frá þriggja til tólf mánaða aldri og foreldrum þeirra. Á námskeiðinu er sungið, dansað og leikið með krílunum sem hafa mjög gaman af! Námskeiðið verður sex skipti kl. 10:30 á fimmtudögum og kostar 4000 kr. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið, annaðhvort á netfangið gudny.organisti@gmail.com eða í síma 5573280. Nánari upplýsingar eru á síðunni krilasalmar.wordpress.com.

Fimmtudaginn 17. október verður kynning á foreldramorgnum á Krílasálmum. Við hvetjum ykkur til að mæta og kynna ykkur málið!