Að venju bjóðum við upp á andlega og líkamlega næring kl. 12, það er kyrrðarstund og súpa á eftir. Allir velkomnir.

Kl. 13 hefst kirkjustarf aldraðra. Umfjöllunarefnið í dag er farsæl öldrun, um það að eldast vel og viðhalda andlegri heilsu. Létt heilaleikfimi í lok umfjöllunarinnar.
Þá verður tími fyrir spil, spjall og handavinnu. Lestur framhaldssögunnar heldur áfram, um Bláu trén í Friðheimum. Endum að venju á fyrirbænastund.

Allir hjartanlega velkomnir.

Umsjón: Ólöf Margrét Snorradóttir