Sunnudaginn 1. desember verður mikið um að vera í kirkjunni. Kl. 11 er fjölskylduguðsþjónusta þar sem krílin af krílasálmanámskeiði verða í aðalhlutverki. Umsjón er í höndum Guðnýjar Einarsdóttur og Ragnhildar Ásgeirsdóttur. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson.

Aðventukvöld Fella- og Hólakirkju hefst kl. 20 þar sem Litrófið sýnir helgileik og syngur. Ragnar Schram flytur hugleiðingu og kirkjukórinn kemur fram. Mikill söngur og gleði.

Heitt súkkulaði og smákökur eftir stundina. Komið og eigið notalega kvöldstund í byrjun aðventu.

Eftir stundina verða einnig seldir aðgöngumiðar á tónleika Kórs Fella- og Hólakirkju og Litrófsins sem verða þann 17. desember. Miðaverð er 1500 kr. en ekki er tekið við kortum.