Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, hugleiðing og bæn.

Nú er þorrinn genginn í garð og að sjálfsögðum fögnum við honum, borðum þorramat og tökum lagið. Þorvaldur Jónsson spilar á nikkuna og tekur með sér góðan gest. Spil, spjall og framhaldssagan á sínum stað. Verð kr. 1.000. Allir velkomnir, gott ef nýir þátttakendur skrái sig í síma 5573280.
Umsjón: Ólöf Margrét Snorradóttir