Fyrsta sunnudag í mánuði eru fjölskylduguðsþjónustur, að þessu sinni er hún helguð uppáhaldsfólkinu okkar, ömmum og öfum. Þá hvetjum við öll börn til að bjóða ömmu og afa með sér í guðsþjónustu og ekki síst hvetjum við ömmur og afa til að bjóða barnabörnum sínum á öllum aldri með sér í skemmtilega stund í kirkjunni þar sem söngur, gleði og góður boðskapur ræður ríkjum.

Séra Guðmundur Karl Ágústsson sér um stundina ásamt sunnudagaskólakennurunum Hreini og Pétri. Organisti er Guðný Einarsdóttir og meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir.

Litrófið og Gerðubergskórinn skemmta okkur með söng, Viktor mætir í heimsókn og við fáum að heyra Biblíusögu. Boðið verður upp á súpu að lokinni guðsþjónustu.

Allir hjartanlega velkomnir.