Gleðin var við völd í æskulýðsguðsþjónustu Fella- og Hólakirkju 2. mars. Litrófið söng af sinni alkunnu snilld og hljómsveitin Sálmari (áður Tilviljun?) lék undir og stýrði almennum söng. Þá fluttu Sálmari tvö lög af efnisskrá sinni. Æskulýðsfélagið sýndi helgileik og minnti okkur á að sýna náungakærleik og umhyggju. Fermingarbörn lásu bænir. Prestur var séra Guðmundur Karl Ágústsson.

Að lokinni guðsþjónustu var boðið upp á skúffuköku og kalda mjólk.

Litrófið og hljómsveitin Sálmari leiddu sönginn

Gleði gleði gleði
gleði líf mitt er
því að Jesús Kristur
það gefið hefur mér.
Ég vil að þú eignist þetta líf
því það er gleði gleði
gleði alla tíð.