Sunnudaginn 27. apríl kl. 11

Sunnudagaskólakennararnir Hreinn og Pétur hafa umsjón með lokahátíð sunnudagaskólans. Það verður saga, söngur og gleði að vanda og Viktor lætur sjá sig. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts spilar, stjórnandi er Snorri Heimisson. Prestur séra Svavar Stefánsson, kirkjuvörður Jóhanna Freyja Björnsdóttir.

Andlitsmálning fyrir þá sem þora 🙂

Í lokin verður boðið upp á pylsur og safa.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Hér eru nokkrar myndir úr starfinu í vetur.

Hreinn og Pétur ásamt börnum í sunnudagaskólanum.

Úr fjölskylduguðsþjónustu 2. febrúar 2014

Litrófið og Gerðubergskórinn sungu saman 2. febrúar

Allir mættu í grímubúning 9. mars í tilefni öskudagsins

Allir mættu í grímubúning 9. mars í tilefni öskudagsins

 

Viktor síkáti hefur heimsótt sunnudagaskólann í vetur.