Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir tónleikum laugardaginn 22. nóvember kl. 20 í Fella- og Hólakirkju. Dagurinn er tileinkaður verndardýrlingi tónlistarinnar, heilagri Sesselju. Hópurinn sérhæfir sig í flutningi tónlistar frá barokktímanum á upprunaleg hljóðfæri og á tónleikunum munu hljóma verk eftir Corelli, Vivaldi, Telemann, Buxtehude en einnig nýtt verk eftir eina af meðlimum hópsins, Kristínu Lárusdóttur. Miðaverð á tónleikana er 2000 kr. Allir eru hjartanlega velkomnir!