Félagsstarf eldri borgara verður eins og vant er kl. 12:00 á þriðjudaginn og hefst með kyrrðarstund. Súpan og kaffið á sínum stað. Allir hjartanlega velkomnir. Að þessu sinni fáum við góðan gest í heimsókn. Steinunn Jóhannesdóttir kemur til okkar og les upp úr nýju bókinni sinni Jólin hans Hallgríms. Steinunn Jóhannesdóttir er flestum kunn en hún hefur skrifað sögulegar skáldsögur um bæði Hallgrím Pétursson og Guðríði konu hans. Hér kynnir hún Hallgrím í fyrsta sinn sem ungan dreng í hugljúfri sögu sem prýdd er glæsilegum myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar. Kaffi og meðlæti á sínum stað. Fyrirbænastund í lokin. Hlökkum til að sjá ykkur.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]