Eldri borgara starf þrðjudaginn 2. desember hefst eins og vant er kl. 12 með kyrrðarstund. Að þessu sinni fáum við góðan gest í heimsókn.Kristín Steinsdóttir rithöfundur kemur í heimsókn og les upp úr nýju bókinni sinni Vonarlandið.

Vonarlandið er Reykjavíkursaga sem gerist á seinni hluta 19. aldar, saga nokkurra alþýðukvenna sem búa saman í litlu koti og reyna að bjarga sér sem best þær geta. Áföll dynja yfir en þær kunna líka að snúa á tilveruna og brosa framan í heiminn.

Súpa, kaffi og meðlæti á sínum stað. Fyrirbænastund í lokin.

Allir hjartanlega velkomnir.