Félagsstarf Eldri borgara

Opið hús fyrir eldri borgara er í kirkjunni alla þriðjudögum  frá 12–16. Starfið hefst á kyrrðarstund og léttum hádegisverði. Við fáum til okkar ýmsa gesti með fróðleg og skemmtileg erindi og eigum góða samverustund, þá er boðið upp á spil, spjall og  handavinnu. Kaffi og meðlæti er borið fram kl. 15 og lesin er framhaldssagan.  Samverunni lýkur með fyrirbænastund.

Umsjónarmaður starfsins er Kristín Kristjánsdóttir djákni. Starfsmenn kirkjunnar, kirkjuverðirnir Jóhanna og Kristín, prestarnir Guðmundur Karl og Svavar ásamt organistanum Arnhildi taka þátt í eldri borgarastarfinu og er kirkjan eingöngu ætluð fyrir eldri borgara starfið á þessum degi.

Nánari upplýsingar hjá Kristínu djákna í síma 5573280 eða netfang: k.k@mi.is.