Sunnudaginn 1.mars er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar, þann dag verður fjölskyldumessa kl 11.00 og Léttmessa um kvöldið í umsjá Æskulýðsfélagsins  kl. 20.00.

Æskulýðsdagurinn er tileinkaður börnum og ungu fólki í kirkjunni. Því leggjum áherslu á þeirra framlag til helgihaldsins þennan dag.

Við byrjum daginn með fjölskyldumessu kl. 11.00. Prestur Svavar Stefánsson, Litrófið syngur, Hreinn og Pétur sjá um efni og Viktor kemur í heimsókn.

Eftir messuna verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimili kirkjunnar.

Léttmessa kl. 20.00.

Um kvöldið verður svo léttmessa kl. 20.00. Prestar beggja sókna þjóna. Messan verður að mestu leiti í höndum Péturs og Hreins ásamt ungmennum úr æskulýðsfélagi kirkjunnar, þau flytja helgileik, ritningalestra og leiða bænir. Þau hafa lagt í æfingar og skemmt sér vel í leiðinni. Því langar okkur að bjóða ykkur að koma og njóta góðrar stundar með okkur.

Eftir messu verður boðið upp á súkkulaðiköku og ískalda mjólk í safnaðarheimilinu.