Göngumessur í Breiðholtinu

Það verður boðið upp á útivist, hreyfingu og góðan félagsskap í göngumessum Breiðholtssafnaðanna.  Næstu þrjá sunnudaga sameinast söfnuðirnir í sínum árlegu messum þar sem gengið er til messu frá einni kirkju til annarrar.  Sunnudaginn 7. júní verður safnast saman við Seljakirkju kl. 19 og gengið til Fella- og Hólakirkju þar sem messa hefst kl. 20. Sunnudaginn 14. júní verður gengið frá Fella- og Hólakirkju í Breiðholtskirkju og er sama tímasetning. Lagt af stað kl. 19 og messan byrjar kl. 20. Sunnudaginn 21. júní verður síðan hringnum lokað með því að ganga frá Breiðholtskirkju kl. 19 að Seljakirkju til messu sem hefst kl. 20.  Boðið verður upp á kirkjukaffi í lok hverrar messu og einnig ökuferð til baka að upphafi göngunnar.  Göngumessurnar í júní hafa fest sig í sessi og notið mikilla vinsælda.  Breiðholtið býður upp á margar fallegar gönguleiðir og áhugaverða staði þar sem staldrað verður við og þess notið sem fyrir augu ber.  Allir eru hjartanlega velkomnir og ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku.

7. júní Seljakirkja kl. 19 – Fella- og Hólakirkja kl. 20

14. júní  Fella- og Hólakirkja – Breiðholtskirkja kl. 20

29. júní Breiðholtskirkja kl. 19 – Seljakirkja kl. 20