Þriðjudaginn 15.september er hefðbundið starf, kyrrðarstund kl. 12 síðan súpa og brauð. Gestur dagsins er Erna Indriðadóttir sem er stofnandi vefsíðunar Lifðu núna. Erna stofnaði síðuna í minningu móður sinnar.  Markmiðið er  að gera líf og störf  þeirra landsmanna sem eru komnir um og yfir miðjan aldur sýnilegri. Skemmtilegt og fróðlegt erindi.

Eigum góðan og skemmtilegan dag saman. Hlökkum til að sjá ykkur

Verið velkomin.