Minningartónleikar um  Ágúst Ármann Þorláksson

Miðaverð er 1000 kr.

Kvöldið í ár er tileinkað Ágústi Ármanni Þorlákssyni tónlistarmanni frá Norðfirði sem lést í september árið 2011, einungis 61 árs gamall.

Stór hluti dagskrárinnar sem flutt verður, var flutt í Egilsbúð þann 13.júní sl.

Á tónleikunum flytja ættingjar og vinir Ágústar lög eftir hann

sem komu út á geisladisknum  „Sól í heiði“ og var kynntur á tónleikunum í Egilsbúð.

Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni Ágústar og á menningarkvöldinu verður geisladiskurinn til sölu og mun allur ágóði hans renna í minningarsjóðinn en hlutverk sjóðsins er að styrkja ungt tónlistarfólk í Fjarðabyggð.  Verðið á disknum er 2000 kr.

Kaffi og konfekt í boði félagsins að lokinni dagskrá.