Næstkomandi sunnudagur er fyrsti sunnudagur í aðventu. Að vanda er mikið um að vera hjá okkur þá.
Dagurinn hefst með sunnudags skólanum kl. 11 í umsjá Ástu og Guðlaugar.

þá verður Aðventukvöldið okkar kl. 20   Þá fyllist kirkjan af ljósi og ljúfum tónum. Kirkjukórinn og kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti syngja.  Litrófið sýnir helgileik og syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organist. Kristín Kristjánsdóttir djákni flytur hugleiðingu. Fiðlunemendur frá Tónskóla Sigursveins spila.  Fjöldasöngur þar sem við syngjum inn jólin.

Að lokinni samveru er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarsal kirkjunnar.

Komið og eigið notalega kvöldstund í byrjun aðventu.