Það er alltaf mjög gaman hjá okkur á foreldramorgnum og góður andi í hópnum. það er gott að setjast niður og spjalla við aðra sem eru á sama stað í lífinu og skiptast á ráðleggingum. Allir foreldrar eru velkomnir og börnin eru frá því að vera örfárra vikna upp að leikskóla aldri. Boðið er uppá kaffi, brauð og létt meðlæti þátttakendum að kostnaðarlausu. Umsjón með foreldramorgnum hafa Kristín og Jóhanna Freyja.
Hlökkum til að sjá ykkur