IMG_0392Aðalfundur Fella- og Hólabrekkusókna

verður haldinn í safnaðarsal Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 10. maí nk og hefst hann kl 19.30.

Venjuleg aðalfundarstöf.

Á fundinum liggur fyrir tillaga til ákvörðunar um sameiningu Fella- og Hólabrekkusókna.

Tillöguna má kynna sér hér fyrir neðan.

Íbúar í Efra Breiðholti, þ.e. Fella- og Hólahverfum eru hvattir til að mæta á fundinn

Sóknarnefndir Fella- og Hólabrekkusókna

Tillaga lögð fram á aðalsafnaðarfundum Fellasóknar og Hólabrekkusóknar í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra 2016

Fellasókn og Hólabrekkusókn, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sameinast í eina sókn og skal hin sameinaða sókn nefnast Fella- og Hólasókn.

Fjárhagur framangreindra sókna er við sameininguna sameiginlegur svo og allar eiginir, réttindi, skuldir og aðrar skuldbindingar eins og verið hefur.

Gildistími sameiningar sóknanna er 30. nóvember 2016.

Frá sama tíma sameinast einnig Fellaprestakall og Hólabrekkuprestakall í eitt prestakall og nefnist Fella-og Hólaprestakall. Þar sem núverandi sóknarprestur Fellaprestakalls lætur af störfum að eigin ósk þann 1. september verður núverandi sóknarprestur Hólabrekkuprestakalls sóknarprestur hins nýja prestakalls. Auk hans verður prestur í 100% starfi ráðinn til hinnar nýju sóknar að undangenginni auglýsingu.