Ömmur og afar eru boðin sérstaklega velkomin í fjölskyldumessu sunnudaginn 12. mars kl. 11:00. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón með stundinni ásamt sr. Kristni Ágústi Friðfinnissyni. Barnakórinn syngur ásamt Ásbjörgu Jónsdóttur tónskáldi sem flytur eigin lög tileinkuð afa og ömmu. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir

Þetta verður skemmtileg stund og við hvetjum alla afa og ömmur til að koma með barnabörnin í guðsþjónustu.

Eftir stundina er boðið upp á hressingu.

Verið velkomin