Barna-og æskulýðsstarf Fella-og Hólakirkju hefst fimmtudaginn 7. september n.k. Þá er börnum í 5.-7. bekk boðið að koma í Leikjafjör kl. 17-18, umsjón með Leikjafjörinu hafa Pétur Ragnhildarsson og Ásta G. Guðmundsdóttir. Unglingadeildin fyrir 8.-9. bekk hefst sama dag kl. 20-21:30 og hafa Pétur, Ásta, Kristín Gyða og Ída Hlín umsjón með starfinu. Síðan verður sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11!

ATHUGIÐ:

Fimmtudaginn 14. september hefst nýtt starf í kirkjunni fyrir 3-4 bekk kl. 15:30-16:30.