Krílasálmar í Fella- og Hólakirkju 12.október til 9.nóvember 2017

Krílasálmar er 5. vikna tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári, 3ja – 18 mánaða og foreldra þeirra. Krílasálmar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Markmið námskeiðsins er að  styrkja tengslamyndun og örva börnin þar sem tónlist er notuð. Það er spilað á hljóðfæri og sungið fyrir þau, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra.

Leiðbeinandi verður Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir söngkennari og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti kirkjunnar leikur á píanó og orgel. Tímarnir verða í fimm skipti, á fimmtudögum kl. 10:15-11:00.

Verð fyrir allt námskeiðið er kr.12.000,- en stakur tími kostar kr.3000.

Skráning fer fram hjá Kristínu í netfangið kristinrsig@hotmail.com

Hlökkum til að sjá sem flest kríli.