Bleikur október 2017 hefst formlega með afhjúpun Bleiku slaufunnar í dag 29.september.
Fella- og Hólakirkja tekur þátt í árverknisátaki krabbameinsfélags Íslands með því að lýsa upp kirkjuna bleika. Þann 15. október verður síðan bleik guðsþjónusta þar sem minnst verður sértaklega átaks Krabbameinsfélagsins Bleiku slaufunnar og beðið fyrir krabbameinssjúkum og fjölskyldum þeirra.