Við sýnum samtakamátt með árverknisátaki Krabbameinsfélags Íslands og verðum með Bleika messu í bleikum október. Kristín Kristjánsdóttir djákni og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna og predika.

Sóknarnefndarkonur lesa ritningalestra. Konur í kirkjukórnum syngja undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.

Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs, Ástu og sr. Jóns Ómars og það verður bleikur sunnudagur og allir sem vilja mæta í einhverju bleik.

Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir

Kaffisopi og djús eftir stundina.