Árlegt menningarkvöld Fella-og Hólakirkju verður í kvöld kl. 20. Á dagskrá kvölædsins er fjöldasöngur, kór kirkjunnar mun flytja nokkur verk, Viktor Guðlaugsson tenór syngur Í dag eftir Sigfús Einarsson, Inga Jónína Bachman syngur Heyr mína bæn og sr. Kristinn Ágúst Friðfinsson syngur Hagavagninn með hjálp kvenna úr kór kirkjunnar. Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti kirkjunnar, stjórnar kór og spilar undir. Sérstakur gestur kvöldsins verður skáldið Ólafur Haukur Símonarson. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir!