Aðventukvöld Fella- og Hólakirkju
Fyrsta sunnudag í aðventu kl. 20.
„Kom þú, kom, vor Immanúel og leys úr ánauð Ísrael“
Ljúf og góð kvöldstund fyrir alla fjölskylduna í byrjun aðventu.
Vegleg söngdagskrá með kór kirkjunnar, sem syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttir.
Nokkrir félagar úr kirkjukórnum syngja einsöng og Jón Guðmundsson spilar á flautu.
Boðið er upp á kakó og piparkökur eftir stundina.
Verið hjartanlega velkomin.