Aðventan í Fella-og Hólakirkju
„Kom þú, kom, vor Immanúel og leys úr ánauð Ísrael“
Sunnudagurinn 1. desember, 1. sunnudagur í aðventu
Kirkjubrall kl. 11: Við syngjum, förum í ratleik, búum til jólakort, jólakúlur, pappaengla, skreytum piparkökur og heyrum jólasögu. Samverustund fyrir alla fjölskylduna.
Aðventukvöld kl. 20: Kór kirkjunnar og einsöngvarar flytja fallega söngdagskrá Jón Guðmundsson, flautuleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti, spila undir. Verið velkomin á ljúf og notalega stund við upphaf aðventunnar. Við gæðum okkur að kakói og smákökum í lok kvöldsins.
Þriðjudagurinn 12. desember
Liltu jól eldri borgara kl. 12: Opið hús fyrir eldri borgara. Kyrrðarstund, fyrirbænir og jólamatur.
Sunnudagurinn 10. desember, 2. sunnudagur í aðventu
Jólaskemmtun sunnudagaskólans kl. 11: Sunnudagaskólanum lýkur með jólaskemmtun. Við syngjum saman, dönsum í kringum jólatréð og að lokum fá allir lítinn glaðning. Allir velkomnir!
Sunnudagurinn 17. desember, 3. sunnudagur í aðventu
Jólasöngvar við kertaljós kl.11: Jólahelgistund á aðventu, sungin verða ljúf og falleg jólalög. Notaleg stund í kirkjunni. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.
Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins kl. 20
Miðvikudagurinn 20. desember
Kyrrðarstund Norðfirðingafélagsins kl. 18