Kirkjubrall kl. 11:00
Við ætlum við að huga saman að aðventu og jólum og bralla ýmislegt saman í kirkjunni.

Við syngjum, förum í ratleik, búum til jólakort, jólakúlur, pappaengla, skreytum piparkökur og heyrum jólasögu. Samverustund fyrir alla fjölskylduna.

Aðventukvöld kl. 20:00.  Kór kirkjunnar og einsöngvarar flytja fallega söngdagskrá  Jón Guðmundsson, flautuleikari og  Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti, spila undir.

Verið velkomin á ljúf og notalega stund við upphaf aðventunnar. Við gæðum okkur að kakói og smákökum í lok kvöldsins.