Það verður mikið um að vera í kirkjunni okkar um hátíðarnar, er við fögnum saman jólum og barninu sem fæddist til þess að vera okkur mönnunum frelsari og leiðarljós. Sóknarnefnd og starfsfólk Fella-og Hólakirkju óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hér má sjá dagskrá hátíðanna í kirkjunni, vertu velkomin í kirkjuna þína!

Aðfangadagur jóla

Aftansöngur kl. 18. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar ásamt Kristínu Kristjánsdóttur. Kór kirkjunnar syngur, Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir syngur einsöng og Reynir Þormar leikur á saxófón.

Miðnæturmessa kl. 23:30.  Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar, Organisti er Arnhildur Valgarsdóttir, Högni Gunnar Högnason spilar á selló, Inga Jónaína Backman og Gyrðir Viktorsson syngja einsöng.

 

Jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar og prédikar, kór kirkjunnar syngur.

 

Gamlársdagur

Aftansöngur kl. 18. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar, kór kirkjunnar syngur. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir syngur einsöng.

 

Nýársdagur 1. janúar 

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar, kór kirkju syngur.

 

Organisti við guðsþjónusturnar er Arnhildur Valgarðsdóttir