Barna-og æskulýðsstarf kirkjunnar hefst að nýju sunnudaginn 14. janúar með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11, en þá þjónar sr. Jón Ómar ásamt Pétri Ragnhildarsyni og Ástu G. Guðmundsdóttur. Að venju verður sunnudagaskóli kl. 11 alla sunnudaga í vetur og á fimmtudögum verður barna-og æskulýðsstarfið sem hér segir:
Vinadeild fyrir 2.-4. bekk kl. 15:30 (hefst 18. janúar).
Leikjafjör fyrir 5.-7. bekk kl. 17 (hefst 18. janúar).
Unglingastarf fyrir 8.-10. bekk kl. 20 (hefst 18. janúar)
Sjáumst í kirkjunni þinni!