Kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð á vægu verði.

Eldriborgarastarfið verður á sínum stað og við fáum góðn gest í heimsókn. Ágústa Dómhildur les Grýluljóð fyrir okkur, við syngjum saman, spilum, púslum og spjöllum.

Eigum góða samveru saman.

Allir eru velkomnir.