Fella- og Hólakirkju 6. mars 2018 kl.18.00
Góugleði sem engin ætti að láta framhjá sér fara!
Hinar ægifögru nornir fylgja árstíðunum og hafa núna brugðið sé í góunornagervi. Góan fer þeim vel enda kvenlegar með eindæmum. Nornirnar eru Arnhildur Valgarðsdóttir, Berta Dröfn Ómarsdóttir, Elsa Waage, Íris Sveinsdóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir. Þær galdra fram dagskrá sem enginn þarf að vera hræddur við ……eða hvað?
Glæsilegur 3 rétta kvöldverður, gamanmál, söngur, dans og gleði og heyrst hefur að sumar konur ætli að mæta í þjóðbúningum.
Góugleði sem engin ætti að láta framhjá sér fara!
Verð kr. 5.000 kr skráning í síma 557-3280
Verið velkomin í Fella- og Hólakirkju