Skírdagur 29. mars.
Fermingarmessa kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.
Föstudagurinn langi 30. mars.
Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Jón Ómar Gunnarsson. Píslarsagan lesin. Kór kirkjunnar leiðir almennan söng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.
Páskadagur – 1. Apríl.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Prestar kirkjunnar sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna fyrir altari ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna kirkjunnar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kórinn mun flytja brot úr Gloríu Vivaldis og Inga J. Backman syngur einsöng. Að guðsþjónustu lokinni verður öllum boðið til morgunverðar í safnaðarsal kirkjunnar. Páskaeggjaleit í sunnudagaskólanum á sama tíma í umsjá Péturs og Ástu.