Verið velkomin á tónleika á Barnamenningarhátíð Ég heyri svo vel, miðvikudag 18. apríl kl. 9 í Fella-og Hólakirkju.
Kór barna, skipaður 120 börnum úr 1. og 2. bekk Hólabrekkuskóla, syngur falleg sönglög eftir íslensku tónskáldin og stórafmælisbörnin Kristjönu Stefánsdóttur (1968), Ólaf Hauk Símonarson (1948), Atla Heimi Sveinsson (1938) og Jón Ásgeirsson (1928). Hljómsveit skipuð nemendum og kennurum Tónskóla Sigursveins leikur undir sönginn.
Verkefninu Ég heyri svo vel er ætlað að efla tónmennt og sönggleði barna í Breiðholtinu og styrkja farsælt samstarf nágrannaskólanna Tónskóla Sigursveins og Hólabrekkuskóla. Barnamenningarhátíð og Fella- og Hólakirkja styðja við verkefnið.
Stjórnandi og tónmenntakennari barnanna er Diljá Sigursveinsdóttir.
Efnisskrá:
- Ég heyri svo vel lag og ljóð Ólafur Haukur Símonarson (1948)
- Kvæðið um fuglana lag Atli Heimir Sveinsson (1938) ljóð Davíð Stefánsson (1895-1964)
- María Emilía Garðarsdóttir – Einleikur á fiðlu
- Sautjánþúsund sólargeislar lag Kristjana Stefánsdóttir (1968) ljóð Bergur Þór Ingólfsson (1969)
- Einsöngur: ???(Leynigestur)
- Eniga meniga lag og ljóð Ólafur Haukur Símonarson
- Maístjarnan lag Jón Ásgeirsson (1928) ljóð Halldór Laxness (1902-1998)
Hljómsveitina skipa:
- Elísa Elíasdóttir fiðla
- María Emilía Garðarsdóttir fiðla
- Vaka Óskarsdóttir trompet Björn
- Davíð Kristjánsson þverflauta
- Jóhann Ingi Benediktsson gítar
- Þorgrímur Jónsson kontrabassa
- Sigursveinn K. Magnússon píanó
Diljá Sigursveinsdóttir stjórnandi og tónmenntakennari
Vefurinn leitandi.is fjallaði um verkefnið og ræddi við Diljá, hér má skoða viðtalið: https://www.youtube.com/watch?time_continue=22&v=_gqvWCSMxDk