Laugardaginn 28. apríl verða stórskemmtilegir tónleikar í Fella-og Hólakirkju.

Tónleikarnir hefjast klukkan fimm en í anddyri kirkjunnar frá klukkan hálffimm verður boðið uppá vordrykk og lifandi tónlist fyrir tónleikagesti.

Á tónleikunum koma fram Kór Fella-og Hólakirkju og hinn fjölmenni Vörðukór , sem kemur austan úr sveitum, frá Flúðum og nágrenni. Kórarnir munu flytja afar fjölbreytta og skemmtilega dagskrá, nefna má td lög eins og Vetrarsól, Eg vil lofa eina þá, Orðin mín , Hudson Bay og La vergine degli Angeli.

Lofað er fjölbreyttri, vandaðri og hrífandi tónlist !

Einsöng með kórunum syngja Inga J. Backman og Kristín R. Sigurðardóttir og Sigrún Harðardóttir skreytir með fögrum fiðlutónum.

Stjórnandi og meðleikari kirkjukórsins er Arnhildur Valgarðsdóttir og stjórnandi Vörðukórsins er Eyrún Jónasdóttir, Arnhildur leikur einnig á píanó með honum.

Í lokin munu kórarnir syngja saman tvö lög af miklum krafti, Þrælakórinn úr óperunni Nabucco eftir Verdi og Maístjörnuna í hátíðarútsetningu Jóns Ásgeirssonar og gestum verður boðið í fjöldasöng í lokin.

Í hléi verður boðið uppá kaffi og kleinur fyrir tónleikagesti.

Aðgangseyrir er kr þrjú þúsund, en tvöþúsund fyrir eldri borgara og öryrkja og ókeypis aðgangur fyrir tólf ára og yngri.

Í fyrra sungu þessir sömu kórar fyrir fullum sal kirkjunnar við afar góðar undirtektir tónleikagesta!

Tónleikarnir hefjast klukkan fimm, laugardaginn 28. apríl, sem fyrr segir og munið að mæta snemma og njóta fordrykkjar og lifandi sumarlegrar tónlistar!