Sunnudaginn 17. júní verður gengið frá Fella- og Hólakirkju í Breiðholtskirkju.

Lagt af stað kl. 10 og messan byrjar kl. 11.

Göngumessurnar í júní hafa fest sig í sessi og notið mikilla vinsælda.  Breiðholtið býður upp á margar fallegar gönguleiðir og áhugaverða staði þar sem staldrað verður við og þess notið sem fyrir augu ber.

Boðið verður upp á kirkjukaffi í lok hverrar messu og einnig ökuferð til baka að upphafstað göngunnar.

Verið velkomin