Í sumar verður helgihaldið í Fella-og Hólakirkju með eftirfarandi hætti: 

Sunnudaginn 2. júní, Sjómannadagurinn, guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinsson þjónar og kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.

Sunnudaginn 9. júní, Hvítasunnudagur, hátíðarmessa kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.

 

Sameiginlegar gönguguðsþjónustur kirknanna í Breiðholti: 

16. júní verður gengið frá Fella-og Hólakirkju kl. 10:00 í Breiðholtskirkju. Guðsþjónusta kl. 11.

23. júní verður gengið frá Breiðholtskirkju kl. 10:00 í Seljakirkju. Guðsþjónusta kl. 11.

30. júní verður gengið frá Seljakirkju kl. 10:00 í Fella-og Hólakirkju. Guðsþjónusta kl. 11.

Eftir gönguguðsþjónusturnar er boðið upp á létta hádegishressingu og síðan er rútuferð til baka að þeirri kirkju sem gengið var frá.

 

Hlé verður á helgihaldi sóknarinnar í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi.