Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Boðið upp á súpu og brauð eftir stundina á vægu verði.

Félagsstarf eldriborgara kl. 13. Gestur okkar er Una Margrét Jónsdóttir dagskrágerðakona á Rás 1. Una Margrét gaf nýverið út bókina Gull­öld reví­unn­ar.

Í bókinni er sagt frá mörgum geysivinsælum revíum svo sem Spánskar nætur, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi. Reví­ur segja mikla sögu um stjórn­mál og tíðaranda, og revíu­söngv­ar eins og „Ég hef elskað þig frá okk­ar fyrstu kynn­um“ og „Það er draum­ur að vera með dáta“ hafa verið vin­sæl­ir fram á þenn­an dag.
Una Margrét les upp úr bók sinni og segir okkur frá nokkr­um helstu reví­um gull­ald­ar­inn­ar og flutt­ar verða hljóðrit­an­ir af göml­um revíu­söngv­um.