Árlegt aðventukvöld fjölskyldunnar í Fella og Hólakirkju sunnudaginn 1. desember kl. 20.

Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Sr. Jón Ómar Gunnarsson leiða stundina.

Kór kirkjunnar flytur fjölbreytta og hugljúfa söngdagskrá undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Reynir Þormar leikur á saxafón frá kl. 19. 40.

Í lok stundarinnar syngja allir saman að venju Heims um ból við kertaljós.

Boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu.

Verið hjartanlega velkomin

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Mörtu og Ásgeirs