Eldriborgarastarf þriðjudaginn 11. febrúar

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista.
Súpa og brauð eftir stundina á vægu verði.
Félagsstarf eldriborgara byrjar kl. 13. við fáum rithöfundinn Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur sem gaf út bókina Jakobína – saga skálds og konu nú um jólin. Sigríður Kristín segir frá og fléttar listilega saman endurminningar móður sinnar,  vandaða heimildavinnu og ögn af skáldskap

Jakobína – saga skálds og konu veitir dýrmæta innsýn í líf Jakobínu og varpar nýju ljósi á verk hennar.

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir sagnfræðingur er fædd í Garði í Mývatnssveit 1956. Hún hefur sinnt margvíslegum ritstörfum gegnum tíðina, en síðast kom út eftir hana femíníska sjálfsævisagan Alla mína stelpuspilatíð.

Verið hjartanlega velkomin í gott og gefandi samfélag.

 

By |2020-02-10T10:10:09+00:0010. febrúar 2020 | 10:07|

Viltu deila þessari með fleirum?

Go to Top