Pétur Ragnhildarson, æskulýðsfulltrúi Fella og Hólakirkju til margra ára verður vígður til prests nk. sunnudag 1. mars kl. 11 í Dómkirkjunni.  Af því tilefni verður ekki guðsþjónusta um morguninn.

Pétur útskrifaðist með embættispróf í guðfræði árið 2019 og hefur starfað lengi í barna- og unglingastarfi sem æskulýðsfulltrúi, yfirmaður í frístund Barnaskólans í Reykjavík, forstöðumaður í sumarbúðum og fleira. Hann mun starfa sem æskulýðsprestur í Fella- og Hólakirkju og Guðríðarkirkju og leiða allt æskulýðsstarf í þeim söfnuðum.

Fyrsta guðsþjónusta Péturs sem prestur verður um kvöldið 1. mars klukkan 20:00. Þá verður æskulýðsguðþjónusta í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar.

Vígslan í Dómkirkjunni er opin öllum og allir velkomnir.