Hvað er í boði?

Fella-og Hólakirkja verður opin á skrifstofutíma, virka daga frá kl. 10-14 og á sunnudögum frá kl. 11-12.

Fólki er velkomið að koma í kirkjuna og eiga þar sína persónulegu stund með Guði eða fá fyrirbæn, sé þess óskað.

Prestar kirkjunnar og djákni verða á vaktinni til að sinna sálgæslu, bæði einstaklingsviðtölum í kirkjunni og í gegn um síma. Best er að hringja í Fella-og Hólakirkju 557-3280 og panta viðtal við eða símtal frá presti eða djákna og senda þeim tölvupóst.

 

Hvað fellur niður?

Allt formlegt starf safnaðarins fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, fermingarfræðsla, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Fermingar vorsins falla einnig niður og flytjast til sumarloka. Fermingar sem áttu að fara fram 29. mars og 5. apríl munu fara fram 23. ágúst og ferming sem átti að fara fram 9. apríl verður 30. ágúst.