Á þessum páskum var helgihald ekki með hefðbundum hætti í Fella-og Hólakirkju frekar en annars staðar. Á skírdag, föstudaginn langa og páskadag var streymt frá helgistundum í kirkjunni á facebook. Hægt er að horfa á streymin hér á facebooksíðu Fella-og Hólakirkju.

Á skírdag leiddi Kristín Kristjánsdóttir, djákni, helgistund. Arnhildur Valgarðsdóttir spilaði á píanó og Inga J. Backman söng. 

Á föstudaginn langa leiddi sr. Jón Ómar Gunnarsson helgistund og sr. Pétur Ragnhildarson las píslarsöguna. Arnhildur Valgarðsdóttir spilaði á píanó og Kristín R. Sigurðardóttir söng. 

Á páskadag leiddi sr. Guðmundur Karl Ágústsson helgistund. Arnhildur Valgarðsdóttir spilaði á píanó, Kristín R. Sigurðardóttir og Inga J. Backman söng.