Þann 16. september nk. hefst fermingarfræðslan í Fella-og Hólakirkju og fer skráning fram hér á vefsíðu kirkjunnar. Fræðslan fer fram miðvikudaga og fimmtudaga kl. 15 í kirkjunni og velja fermingarbörnin þann dag sem hentar þeim best.
Athugið að foreldrafundur vegna fermingarfræðslunnar fer fram sunnudaginn 13. september. kl. 13 í safnaðarheimili Fella-og Hólakirkju.
Upplýsingar um fræðsluna og skráningu má finna hér á fermingarvef Fella-og Hólakirkju.