Kæru vinir Fella og Hólakirkju

Í ljósi hertra aðgerða sóttvarnalæknis og stjórnvalda , sem miðast við 20 manna samkomutakmörk, þurfum við enn á ný að laga starfsemi kirkjunnar að þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu og hlýða settum reglum.  Það sem breytist hjá okkur

Opið helgihald fellur niður í október.

Starf með eldri borgurum fellur niður í október.

Sunnudagaskólinn fellur niður.

Kóræfingar falla niður í október.

Útfarir miðast við 50 manna fjöldatakmörkun

20 manna fjöldatakmörkun er í gildi við athafnir kirkjunnar, svo sem skírnarathafnir og hjónavíglsur.

Fermingafræðslan er óbreytt semog barna- og æskulýðsstarf barna sem fædd eru árið 2005 og síðar heldur áfram, að teknu tilliti til allra sóttvarnarreglna sem í gildi eru.

Opnunartími kirkjunnar er óbreyttur.

Fólki er velkomið að koma og eiga stund með sjálfum sér inn í kirkju og kveikja á kerti.

Bænastundum er streymt alla virka daga kl. 12 á facebook síðu kirkjunnar https://www.facebook.com/FellaogHolakirkja

Hægt er að senda fyrirbænaefni á netfangið fellaogholakirkja@fellaogholakirkja.is eða hringja í síma kirkjunnar s. 5573280.

Á næstu dögum mun kirkjan senda frá sér efni í gegnum netið á facebooksíðu og heimasíðu kirkjunnar https://fellaogholakirkja.is/ svo fylgist vel með.

Við skulum standa saman í þessu átaki og sýna samstöðu.

Kærleikskveðja