Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.

Það verða jól með breyttu sniði í ár og því miður getum við ekki komið saman í kirkjunni til guðsþjónustu á jólum. Það er góð hefð í mörgum fjölskyldum að koma saman til kirkju á aðfangadagskvöldi og á jóladegi. Í ár verður það ekki mögulegt, en jólin koma engu að síður því jólin snúast um jólabarnið, sem fæddist í Betlehem hina fyrstu jólanótt! Vegna þeirra takmarkana sem eru í gildi munum við senda út jólaguðsþjonustu frá Fella-og Hólakirkju á aðfangadag kl. 18, hægt verður að fylgjast með stundinni þá með því að smella hér (https://youtu.be/OEtDK3eg_8c)