Undanfarna mánuði höfum við ekki getað haft okkar hefðbundna helgihald í kirkjunni og höfum orðið að nýta okkur samfélagsmiðla. Á facebook síðu kirkjunnar (facebook.com/fellaogholakirkja.is) hefur því orðið til dágott safn af uppbyggjandi helgistundum og bænastundum, sem eru öllum sem vilja aðgengilegar. Youtube rás kirkjunnar heur verið notuð til að miðla fræðsluefni til fermingarbarna. Kirkjan leitar með þessu hætti allra leiða til að vera í góðum tengslum við fólkið okkar á þessum krefjandi tímum.

Á aðfangadag sendum út jólaguðsþjónunstu á Facebook og Youtube sem fjölmargir hafa notið að horfa á og má sjá hana hér:

<iframe width=“560″ height=“315″ src=“https://www.youtube.com/embed/OEtDK3eg_8c“ frameborder=“0″ allow=“accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture“ allowfullscreen></iframe>

Á Nýársdag kl. 11 verður send út helgistund frá Fella-og Hólakirkju kl. 11 og verður hún aðgengileg á facebook og Youtube. Prestar kirkjunnar þjóna ásamt organista og kórfélögum.