Næsta sunnudag 14. febrúar getum við loksins boðið upp á guðsþjónustu í kirkjunni okkar kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina.

Hlökkum til að hitta ykkur, verið hjartanlega velkomin.