Í síðustu viku var mikið um að vera í fermingarstarfinu í Breiðholtsprestakalli!
Við fórum í árlegu fermingarferðina í Vatnaskóg sem var sérstaklega vel heppnuð. Þar var boðið upp á skemmtilega dagskrá, áhugaverða fræðslu og frábæran mat. Að þessu sinni vorum við tvær nætur en ekki eina líkt og undanfarin ár og var það vel lukkað og gerði meira úr ferðinni.
Daginn eftir að við komum heim úr Vatnaskógi var öllum fermingarbörnum og foreldrum boðið á fyrirlestur þar sem Perla Magnúsdóttir flutti frábært erindi um jákvætt viðhorf til lífsins og tengdi það við fermingarfræðsluna og boðskap Jesú.
Það eru prestarnir okkar sr. Jón Ómar og sr. Pétur sem halda utan um fermingarfræðsluna í báðum kirkjunum í Breiðholtsprestakalli, Fella- og Hólakirkju og Breiðholtskirkju. Það hefur verið gaman að sjá hvað það hefur gengið vel að hafa fermingarstarfið sameiginlegt 🙂