Safnaðarstarfið í janúar

Þær sóttvarnartakmarkanir sem í gildi eru munu hafa mikill áhrif á starfsemi Fella-og Hólakirkju. Allt venjubundið starf kirkjunnar fellur niður þar til 2. febrúar. Þetta á við um guðsþjónustur, bænastundir, barna-og æskulýðsstarf, fermingarfræðslu, eldri borgara starf og karlakaffi.

Takmarkanir við skírnir og brúðkaup eru 10 manns en 50 manns mega koma saman við útfarir, en ekki við erfidrykkjur þar gildir áfram 10 manna takmarkanir.

Kirkjan er áfram opin frá 9-15 og hægt er að óska eftir samtali við presta og djákna kirkjunnar.

Sími kirkjunnar er 5573280.

By |2022-01-20T11:40:12+00:0020. janúar 2022 | 11:34|

Viltu deila þessari með fleirum?

Go to Top