Sunnudaginn 30. janúar næstkomandi kl. 11 verður beint streymi frá guðsþjónustu í Fella-og Hólakirkju. Kirkjan eignaðist nýverið streymibúnað sem gerir það að verkum að hægt er að streyma athöfnum kirkjunnar beint á vefsíðu kirkjunnar. Þannig viljum við gera fólki kleyft að upplifa guðsþjónustu safnaðarins og aðrar athafnir kirkjunnar (þegar við á) þegar það á ekki heimangengt í kirkju. Það verður t.d. hægt að streyma frá útförum í kirkjunni ef þess er óskað með einföldum og hagkvæmum hætti.
Á sunnudaginn verður búnaðurinn notaður í fyrsta skipti við guðsþjónustu og þá þjónar sr. Pétur og sr. Jón Ómar predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttir.
Sungnir verða eftirfarandi sálmar:
- 865 Þú ert Drottinn
- 861 Kom, voldugi andi
- 571 Þótt æði stormar
- 534 Ég veit um himins björtu borg
- 732 Leið mig Guð.
Hægt verður að fylgjast með streyminu hér: www.fellaogholakirkja.is/kirkjan/streymi